Livly er sænskt barnafatamerki sem framleiðir hágæða vörur úr lífrænni Pima bómull frá Perú. Bómullin er einstaklega mjúk og góð og sú besta sem völ er á fyrir nýbura sem eru með þunna og viðkvæma húð. Bómullin er þétt í sér sem gerir það að verkum að fötin endast vel. Við seljum ungbarnavörur frá Livly í stærðum 0-9 mánaða. Livly er þekkt fyrir fallegar, draumkenndar myndskreytingar á sama tíma og fatnaðurinn er einfaldur og stílhreinn. Merkið nýtur mikilla vinsælda og viðskiptavinir okkar vita að hverju þeir ganga þegar þeir velja Livly.