Molo er danskt merki sem leggur áherslu á þægindi og gleði og er merkið þekkt fyrir sína litríku og skemmtilegu hönnun. Fatnaðurinn er hannaður með það í huga að börn geti hreyft sig án takmarkana og að allir geti fundið liti og mynstur eftir því hvar áhuginn liggur. Fötin eru vönduð og halda sér vel. Molo er GOTS* vottað vörumerki og er stór hluti framleiddur úr vottaðri, lífrænni bómull. Ennfremur sérhæfir Molo sig í notkun á endurunnu polýester og býður upp á hlífðarfatnað og sundföt úr endurunnu efni. Hjá okkur fást vörur frá Molo á börn frá aldrinum 0-12 ára.  
*Vottað af Ecocert Greenlife, vottun nr. 1974.